sunnudagur, 19. júní 2016

-Glútenfríar lakkrís og súkkulaði EM muffins-




Það eru allir svo duglegir að gera eitthvað til að gera stemminguna enn meiri og skemmtilegri í kringum EM svo ég og Erik Valur ákváðum að skella í glútenfríar lakkrís og súkkulaði EM múffur. Snilld til að gera fyrir næsta leik Íslands á móti Austurríki.

 

Í þessar notuðum við TORO glútenfría ljósa muffins mixið og bættum í það lakkrísbitum og suðursúkkulaði. Ég notaði hálfa plötu af suðursúkkulaði og æðislega góðan lakkrís sem fæst í versluninni Maí á Garðatorgi og ofur gott lakkrís kurl til að setja ofan á múffurnar sem fæst líka í Maí. Lakkrís vörurnar eru frá Lakritsfabriken og eru glútenfríar að sjálfsögðu.



Það er hægt að nota hvaða muffins blöndu sem er svo lengi sem hún er glútenfrí eða nota góða muffins uppskrift eins og þessa sem ég setti í bókina mína. Hún er snilld og mín allra uppáhalds ef ég nota ekki tilbúnar blöndur. 




Kremið var ansi auðvelt en ég notaði 1 dós af rjómaosti, einn pakka af flórsykri og smá vanilludropa. Allt sett saman í skál og þeytt saman í smá stund. Þið eiginlega verðið að smakka kremið til þar til ykkur finnst komið nóg af vanilludropum, ég elska vanillubragð svo ég set slatta en smekkurinn er misjafn. Ég notaði svo matarliti frá allt í köku og glimmer þaðan líka til að búa til rauða og bláa kremið. Skipti þá kreminu bara upp í þrjár skálar og litaði með rauðu og bláu.

Hér setti ég lakkrískurlið, þetta kurl er svona leyndó hráefni það er svo gott. Mæli 10000000% með því.


ÁFRAM ÍSLAND !!

Lakkrísvörurnar sem ég notaði fást í Maí. Ég saxaði lakkrisinn og notaði SWEET týpuna. 
Njótið


Engin ummæli :

Skrifa ummæli

Blog Design by Get Polished