sunnudagur, 13. mars 2016

-Johan Bülow lakkrís, kanil, eplakaka-

Sæl Þórunn,

Okkur langaði að bjóða þér á einstakan viðburð 12. mars á Kolabrautinni með Johan Bulöw og örfáum velvöldum matgæðingum.

Vinsamlegast láttu mig vita fyrir 6 mars hvort þú komist ;-)

Nánari upplýsingar hér að neðan.


Þið getið ekki hugsað ykkur panikið sem ég fékk þegar ég las þennan póst í bílnum þegar við familíjan vorum á leið heim með eldri moalnn af badminton móti. Mér fannst ég hafa unnið í lottó.
Vá ég er svo endlaust þakklát að vera ein af þeim sem var valin til að taka þátt. Ég hélt fyrst að þetta væri djók, en það var það svo bara ekkert. 


Það voru ansi  mörg stór nöfn bæði í matargeiranum hér heima með mér á þessum viðburði. Átrúnaðargoðið mitt var þarna og fékk ég loks að þakka henni persónulega fyrir að fá að nota bolludagsuppskriftina hennar í bókina mína. Eva Laufey er mitt allra mesta uppáhald og loks fékk ég að segja henni það.

Eigandi Normann Copenhagen var þarna líka ásamt sínu flotta fylgdarliði svo við erum ekkert að tala um neitt slæman félgsskap. Sessunautur minn var enginn annar en Eyjólfur Pálsson eigandi Epal og var gaman að heyra sögu Epal og þegar hann klippti skeggið sitt fyrir framan 300 manns. Það er svo gaman að hlusta á fólk sem hefur tekist að gera svona flotta hluti í lífinu. Ég tek ofan fyrir Eyjólfi því sýn hans á fyrirtækið sitt er alveg einstök. Mig langar að verða eins flott og vitur eins og Eyjólfur þegar ég verð stór. 


Þegar ég lagðist á koddann í gærkvöldi gat ég ekki hætt að hugsa um hvað ég er komin langt með síðuna mína Glútenfrítt Líf. Þegar ég var að tala við Daniel hjá Normann Copenhagen fannst mér ótrúlegt að hann vissi bara hver ég var. Ég er kannski bara eftir allt saman að gera góða hluti. 


Takk fyrir mig Epal.

Hér kemur svo uppskrift af eplaköku sem ég breytti aðeins en systir mín sendi mér þessa æðislegu uppskrift í morgun eftir að hún sló í gegn hjá henni í gærkvöldi. Elskum þessar systur.

125 gr smjör (ég nota saltlaust)
125 gr sykur
125gr GF hveiti
1 tsk vínsteins lyftiduft
2 msk hakkaðar möndlur
2 msk púðursykur
1/2 tsk kanill
2 tsk lakkrísduft frá Johan Bülow
2 egg
3-4 epli fer smá eftir stærð, ég nota græn.

Blandið öllum þurrefnum saman. Skerið smjörið í lilta bita og klípið saman við þurrefnin. Pískið eggin saman í skál og hellið þeim við þurrefnin og smjörið og þeytið hratt og vel.

Setjið í kökuform eða eldfast mót. Blandið saman púðursykri, kanil og 1 tsk af lakkrísdufti frá Johan
 Bülow og stráið yfir. Stráið svo yfir hökkuðum möndlum í restina. Bakist við 200° í ca 20 mín.


Þið verðið alls ekki svikin af þessar æðislegu eplaköku. Gott er að borða hana með ís eða rjóma. Við kjósum ís fram yfir rjóma á þessu heimili. Njótið

Lakkrísduftið frá Johan Bülow fæst í Epal







 

Engin ummæli :

Skrifa ummæli

Blog Design by Get Polished