fimmtudagur, 25. febrúar 2016

-rúsínu & kanilbrauð-

Þetta rúsínu & kanilbrauð er ofsalega gott en tekur smá tíma að búa til. Þetta er mjög stór uppskrift en hún býr til ca 3-4 brauð. Ég elska að hún sé svona stór því þá á ég helling til í frysti í langan tíma. Held við séum öll sammála um það sem erum að baka fyrir okkur að það er ekkert alltaf sjúklega spennandi að henda sér í að gera einn eitt brauðið en ég lofa að þið verðið ekki fyrir vonbrigðum með þetta brauð. 

Það skiptir ekki máli þannig séð hvaða glútenfría hveiti þið notið. Ég átti t.d 4 eða 5 tegundir að glútenfríu hveiti og mixaði þeim öllum saman til að ná þessum 8 átta bollum. Gott að nýta afganga af hveitinu sínu í svona gott brauð. 


Innihaldsefni



1½ bolli mjólk
1 bolli volgt vatn
2 pakkar þurrger
3 egg
1/2 bolli sykur
1 teskeið salt
1/2 bolli mjúkt smjör


1 bolli rúsínur
8 bollar GF hveiti
2 msk mjólk
3/4 bolli sykur
2 msk kanill
2 msk bráðið smjör

Leiðbeiningar
  1. Hitið mjólkina í liltum potti þar til fer að sjóða, takið af hellunni og látið kólna þar til mjólkin er orðin volg.
  2. Látið gerið í volgt vatnið og láitið bíða þar til fer að freyða. Bætið við eggjunum, sykrinum, smjörinu, saltinu, og rúsínunum. Hrærið við kældri mjólkinni. Bætið hveitinu við hægt og rólega.
  3. Hnoðið degið á borðinu í nokkrar mínútur, gott er að setja smá hveiti á borðið. Setjið því næst degið í stóra skál sem búið er að smyrja með smjöri eða olíu. Gott er að setja smá smjör eða olíu utan um degið líka. Setjið rakt viskastykki yfir og leyfið deginu að hefast þar til það hefur tvöfaldast.
  4. Nú er komið að því að rúlla út deginu og gott er að rúlla því í ferning. Pennslið degið með 2 msk af mjólk. Blandið saman 2 msk kanil og ¾ bolla af sykri, dreyfið því yfir degið. Rúllið svo deginu upp. Skerið svo rúlluna í 3-4 brauð. Smyrjið brauðið með smá bræddu smjöri að ofan. Látið hefast í klst.
  5. Bakið við 175° gráður í  45 mínútur eða þar til þú heyrir holt hljóð þegar þú bankar í brauðið og brauðið er orðið ljósbrúnt. Gott er að búa til smá glassúr ef að tilefni er til og hella yfir eitt brauðið.
  6. Ég sker brauðin í sneiðar og fristi nokkrar sneiðar saman og tek svo út jafnóðum og ég ætla að borða þær.


Ég fékk góða hjálp frá yngri molanum mínum við þessa brauð gerð og þið hefðuð átt að sjá þegar hann fann góðu lyktina af brauðinu og fékk loks að smakka. Það var svo gaman að sjá hvað hann var glaður þegar hann fattaði að þetta varð að ALVÖRU brauði. 



Engin ummæli :

Skrifa ummæli

Blog Design by Get Polished