laugardagur, 11. apríl 2015

Auka prótein eftir erfiðar æfingar - Glútenfrítt

Ég er ein af þeim sem er með ofnæmi fyrir mun fleira en hveiti. Ég á því stundum svolítið erfitt með að ná öllum þeim næringarefnum sem ég þarf úr fæðunni þó svo að ég nái því næstum með því að vera sjúklega dugleg í grænmeti, kjöti og laxi.

Eitt af mínum mörgu skiptum hjá lækni (þó ekki minn sérfræðingur heldur annar) þá spurði ég úti það hvort ég þyrfti að taka eitthvað aukalega af vítamínum. Hann sagði að það væri alltaf fínt að taka B12, Dvítamín og fjölvítamín. Ég er reyndar með ofnæmi fyrir einhverju í fjölvítamíni svo ég læt það eiga sig. Ég er mjög löt að taka þessi vítamín en núna ætla ég að taka mig á og gera þetta í alvöru því þreytan er langt frá því að vera eðlileg. 

Ég er nokkuð dugleg í ræktinni svo hann sagði líka að það væri fínt að taka smá auka prótein eftir erfiðar æfingar og þá sérstaklega þar sem ég á erfitt með að taka hvað sem er með mér í fataklefann til að gúffa í mig á notime. Ég verð nefnilega að fá eitthvað strax því annars líður mér illa. 

Það prótein sem hefur reynst mér best og hentar mér best hvað varðar allt þetta ofnæmi er NECTAR prótein sem fæst í Fitness Sport. Þið hugsið örugglega mörg núna til hvers að taka þetta en fyrir mig er það nokkuð nauðsynlegt vegna þess hve takmarkað ég má borða. Fyrir venjulegt fólk sem æfir í rætktinni sér til heilsubótar ætti ekki að þurfa auka prótein ef það borðar alla venjulega fæðu og nóg af henni. En mér finnst þetta rosa fínt svona auka fyrir mig og það eru örugglega mörg ykkar sem lesa þessa síðu sem eru á sama stað. NECTAR próteinið er laust við Glúten, lactosa, kolvetni og fitu og er mjög gott því fyrir mig.

Það er því ansi fínt að skella þessu í sig strax eftir æfingu, fara í sturtu og græja sig og gera og fá sér svo almennilega að borða við allra fyrsta tækifæri. (alls ekki sleppa því að borða þó þú takir þetta inn)


Mér finnst ávaxtabrögðin mjög góð, einst og t.d epla og kíwí-jarðaberja. Það er hægt að kaupa lítil bréf líka svo maður geti smakkað brögðin áður en maður dettur í það að kaupa heilan dúnk :) 

Vonandi nýtist þetta ykkur eitthvað og vil ég taka það fram að ég er ekki að fá styrk frá Fitness Sport, ég er ekki fróð um fæðubótar efni og tek ég ekkert annað inn en þetta, er þetta einungis það sem hefur nýst mér þegar ég er búin að á æfingum og vonandi eru fleiri sem geta nýtt sér þetta. 

-Þórunn Eva

Engin ummæli :

Skrifa ummæli

Blog Design by Get Polished