föstudagur, 7. júní 2013

Bjúgsöfnun, vatnsmelónur & vatn .

sjúklega gott í hitanum sem verður í sumar !
Um daginn setti ég inn færslu um bjúgsöfnun og vatnsmelónur, ef þú ýtir HÉR þá kemur upp færslan.
Mig langaði að setja aðeins inn meira með bjúgsöfnunina því við sem erum með einhverskonar ofnæmi eigum það til að að safna bjúg og það  mikið af honum og hafa vatnsmelónur alveg bjargað mér t.d.

Nú þegar komið er sumar - já eða næstum því sumar - þá er svo gaman að búa til kalda og góða drykki sem eru ekki stútfullur af aukaefnum og sykri, hér er ein hugmynd og hjálpar öll vatnsdrykkja með losun á bjúg..

Finndu þér krúsir, flöskur eða krukkur sem þola frost, settu ávexti eins og t.d vatnsmelónur eða þeir sem þér þykja góðir í ílátið, það er hrikalega gott að setja fersk krydd með eins og t.d myntu og er gaman að prufa sig áfram í þeim efnum, ef þú átt ekki ferskt krydd geturu tekið krydd t.d frá pottagöldrum (t.d myntu) og sett í te græju (man ekki hvað það heitir), sett það ofan í vatnið og dýfa því nokkrum sinnum ofan í ... settu þetta svo í minnst 4 tíma í frysti..

Taktu þetta svo út þegar heitt er í veðri og þetta er algjör snilld til að drekka, eða taktu þetta með þér í vinnu á morgnana og þá áttu sjúklega gott vatn allan morguninn ...

Njótið ♡ Þórunn Eva

Engin ummæli :

Skrifa ummæli

Blog Design by Get Polished