föstudagur, 17. maí 2013

Ertu með Nikkel ofnæmi ? LESTU ÞETTA

*fengið af vef húðlæknastöðvarinnar



NIKKEL OFNÆMI



Ýmislegt bendir til að nikkel í fæðu geti haft þýðingu fyrir þá einstaklinga sem hafa snertiofnæmi fyrir nikkel. Margir telja að sé mikið nikkel í fæðunni sem neytt er geti handarexem versnað, sérstaklega sú tegund þar sem klæjandi vökvafylltar blöðrum eru í húðinni.

Þeir sem hafa slæmt exem og hafa nikkelofnæmi geta reynt að forðast vissar fæðutegundir í 1-3 mánuði og kannað hvort exemið minnkar.


Fæða sem inniheldur mikið nikkel:


  • Skelfiskur td. rækja, krabbi og kræklingur.
  • Baunaspírur, alfalfa spírur
  • Baunir (hvítar, brúnar, grænar)
  • Blaðlaukur
  • Bókhveiti
  • Döðlur
  • Garðkál, fóðurmergkál
  • Gráfíkjur
  • Gróf kornbrauð, heilhveitibrauð, fjölkornabrauð
  • Gulertur, matbaunir,
  • Haframjöl
  • Heilhveitikex
  • Hirsi
  • Hnetur, heslihnetur, salthnetur
  • Hrísgrjón með hýði
  • Hveitihýði og annað hýði og trefjaefni þar með talið morgunverðarkorn, hýðiskex, trefjatöflur.
  • Hörfræ, hörfræjarolía
  • Klíð, kornhýði
  • Linsubaunir
  • Múslí og önnur slík morgunverðarvara
  • Möndlur
  • Rúghýði
  • Salat, salatblöð
  • Sesamfræ
  • Soya Baunir
  • Soyja prótein duft (notað í sósur, blandað sumum unnum kjötvörum, í sumum súpum, í kjötkrafti)
  • Sveskjur
  • Sólblómafræ
  • Spínat
  • Ananas
  • Hindber
  • Lakkrís
  • Lyftiduft (í miklum mæli)
  • Marsipan
  • Súkkulaði
  • Súkkulaði og kakódrykkir
  • Sælgæti sem inniheldur súkkulaði, marsipan, hnetur, lakkrís.
  • Fjölvítamín geta innihaldið nikkel



Fæða sem inniheldur lítið nikkel:


  • Alifuglar
  • Allar tegundir kjöts
  • Egg
  • Fiskur
  • Jógurt, án bragðefna
  • Mjólk,
  • Ostur
  • Smjör
  • Hrísgrjón (hýðislaus, í hófi)
  • Hveiti
  • Hvít brauð (í hófi)
  • Kornflex
  • Kökur og kex sem ekki innihalda hnetur, möndlur, kókó eða súkkulaði
  • Maís, maísmjöl, maíssterkja
  • Makkarónur
  • Rúgbrauð (í hófi)
  • Spaghettí
  • Aspargus
  • Bananar (í hófi)
  • Blómkál
  • Broccoli
  • Dill
  • Eggaldin
  • Ferskjur
  • Gúrka
  • Hvítkál
  • Hvítlaukur (í hófi)
  • Kartöflur
  • Kínakál
  • Paprika
  • Perur
  • Rababari
  • Rófur, rauðrófur
  • Rósakál
  • Rúsínur
  • Steinselja
  • Sveppir
  • Öll ber nema Hindber
  • Áfengir drykkir (eimaðir drykkir)
  • Gosdrykkir
  • Kaffi (ekki sterkt og í hófi)
  • Te ( ekki sterkt og í hófi)
  • Ger
  • Smjörlíki


Ef að exemið hefur lagast á þessum 1-3 mánuðum þá er rétt að halda sig við þessar leiðbeiningar, en þó má slaka aðeins á. Reynið þó að forðast allan mat sem inniheldur mikið nikkel þegar borðað er heima.Reynið þó alltaf að forðast þær matartegundir sem innihalda sérlega mikið nikkel svo sem: klíð, hafra, bókhveiti, soja, baunabelgi, súkkulaði, kókó, hnetur og lakkrís.

Sumar matartegundir geta espað upp nikkelexem þó þær innihaldi ekki mikið nikkel. Þessar vörur ætti að reyna að forðast.

Í þessum flokki eru: bjór, vín (sérstaklega rauðvín), síld, makríll, túnfiskur, tómatar, laukur, gulrætur, epli, cítrusávextir ( appelsínu og sítrónusafi).

Ráðlegt er að láta vatn er ætlað er til matseldar eða drykkjar á morgnana renna í stutta stund áður en það er notað vegna þess að vatnið getur tekið í sig nikkel úr lögnum yfir nóttina.



Húðlæknastöðin - Smáratorgi 1, 201 Kópvogur - s. 5204444 - fax. 5204400 - Opnunartími 8-18 - Skiptiborðið opið 9-12 og 13-16 - Sendu okkur tölvupóst

Engin ummæli :

Skrifa ummæli

Blog Design by Get Polished