laugardagur, 27. apríl 2013

Súper góð - grilluð pizza


Hver hefur ekki reynt að gera uppáhalds pizzuna sína eftir að það greinist með hveiti ofnæmi ?!?!
Júbb mikið rétt - ég og það mööörgu sinnum !

En loksins er hún góð .. fluffý - mjúk - bragðgóð og mega öfundsverð af hinum við matarborðið :)

Ég er ekki mikið fyrir pakka mat en þessar pakkningar með glútenfríu vörunum frá kosti eru snilld - þeir flytja þetta inn frá USA - þessar vörur heita Bob´s Red Mill og eru mesta snilld sem ég hef fundið !

Í tilbúna pizza pakkanum (pizza crust) er nánast allt sem þarf - þar eru öll þurrefnin þar á meðal gerið sem er í pakkningu inní pakkanum, svo þarftu 2 egg, vatn. olíu og svo bætum við alltaf e-h góðu kryddi í botninn :)

Læt svo hefast í klst - set degið á plötu - inní ofn í ca 4 mínútur - hendi svo öllu sem mig langar að hafa á og út á grill í smá stund - voila og þetta er reddý og MEGA GOTT !





Engin ummæli :

Skrifa ummæli

Blog Design by Get Polished